thorhallur.com

../menu/

..home..
.music..
graphics
.links..
.gossip.
airwaves 2003
contact.

../blaðsíða/

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28

../Kannanir/

Er þetta léleg könnun?

Nei


164 hafa kosið.

../quick_links/

Iceland Airwaves
Sound on Sound
breakbeat.is
Sonic State
K-v-R VST
School of Audio Engineering, SAE.
Audio Engineering Society, AES.
Pragmaplastic
jagúar.is
solla.is
hugi.is
mbl.is
Ó
Þriðjudagur, 15 Mars, 2005: The Resurrection - Athugarsemdir(10883)
Fólk er mikið búið að velta því fyrir mér hvað hafi orðið um mig, af hverju ég hafi ekki "bloggað" í 3 vikur. Þó það sé gífurlega erfitt og slæmt fyrir mína andlegu vellíðan að halda uppi eins persónulegri vefsíðu og þessari, þá mun ég ekki feta í fótspor annarra stórstjarna og draga gluggatjöldin fyrir.
..annars er ég bara búinn að vera latur að uppfæra.







Drum'n'Bass í Rotterdam:
Fór með skólafélaga að sjá kryptic mindz & spl á nighttown klúbbnum í Rotterdam. Ég týndi húfunni minni tímabundið þannig að kuldinn skók mann heldur skemmtilega í röðinni inná staðinn. Eftir að hafa staðið í biðröðinni í 60 mínútur í skítakulda komum við að innganginum, þar sem dyravörðurinn spurði hvort við værum að fara á drum'n'bass kvöldið. Við játuðum því og þá sagðist hann hafa séð það á okkur, og sérstaklega séð það á mér! Við vorum s.s. einu hvítu mennirnir í röðinni inná r'n'b kvöldið á efri hæð klúbbsins!
..d'n'b partýið var í kjallaranum, og við þurftum að bíða þar í 30 mínútur í viðbót!
Kvöldið sjálft var samt ansi skemmtilegt þrátt fyrir hræðilegan hljómburð í kjallaranum, og þá staðreynd að þeir enduðu kvöldið á gabber! :) hehe, rotterdam!
Kom svo aftur til Amsterdam klukkan 8 um morguninn og ætlaði að kaupa mér samloku á einhverjum "samlokustað" (helv* kebab staðurinn í rotterdam lokaði á okkur!) en var næstum því laminn af nýnasista!
Samlokustaðurinn var að opna og það voru ca. 8 manns í biðröð þegar við gengum að honum. Þegar ég tek mér stöðu aftast í röðinni kemur einhver krúnurakaður gaur í svörtum early 80's pönkleðurjakka labbandi, fer fyrir framan mig í röðinni og snýr sér strax við og segjist ekki hafa séð mig og þess vegna sé hann á undan mér í röðinni! :)
Ég sagði bara "ok" en hann hélt áfram "sko, ég sá gaurinn á undan mér, en ég sá þig ekki þannig að ég er á undan" og ýtir mér til baka.
..svo held ég að hann hafi áttað sig á því að þeir seldu ekki eiturlyf þarna því hann fór úr röðinni skömmu seinna (án þess að hafa rænt neinn, að því er virtist!)
Þessi dagur var einhver sá kaldasti í sögunni og strætóarnir gengu ekki, þannig að ég hljóp heim frá lestarstöðinni, húfulaus.

Það var semsagt e-h kuldabylgja sem fór hérna yfir. Kaldasti mars mánuður í 60 ár segja fróðir menn.
Þetta var fyrsti snjórinn sem ég hef séð hérna sem hélst á jörðinni lengur en 10 mínútur, borgin var mjög falleg svona snævi þakin en ég var því miður það vitlaus að taka ekki eina einustu mynd! :(

Belgía:
Fór til Brussell á föstudaginn og eftir að lestin fór yfir landamærin Holland/Belgía komu 15 lögreglumenn inní vagninn með leitarhund, og handtóku 3 aðila í lestinni sem voru með fulla bakpoka af cannabisefnum. Þeir hefðu samt ekkert þurft á hundinum að halda því lyktin dundi yfir allan vagninn!
Annars fór ég til Brussell til þess að hlusta á drum'n'bass á kvöldi sem var andskoti magnað. Stór staður, gott hljóðkerfi, ókeypis bjór, gestalisti og góð músík.
J-Majik spilaði en hann var ekki eftirminnanlegur. Hins vegar var Clone (as in Rascal & Clone) með helvíti skemmtilega syrpu, og er ágætis persóna í þokkabót.
Hinn bandaríski SPL endaði svo kvöldið á tómri geðveiki (og enginn "auka dj" sem slúttaði kvöldinu á gabber í þetta skiptið!).

Á laugardeginum var ferðinni heitið til Machelen (rétt fyrir utan Leuven) þar sem ég fékk að gista hjá flæmska vini mínum og fjölskyldu hans. Þar sátum við og drukkum amaretto og hágæða belgískan bjór!
Svo fékk ég besta hvítvín sem ég hef bragðað með matnum sem móðir hans matreiddi. (Ég er nú enginn hvítvíns-maður, en þetta var ansi gott.. og auðvitað er ég búinn að gleyma hvaða tegund þetta var! :)
Um kvöldið fórum við á bar sem faðir vinar hans rekur þar sem við tókum nett jam-session í 3 klukkutíma á alls konar ásláttarhljóðfæri s.s. djembe, congas, bongos og hihat! Mjög gaman þar..
Eftir það var farið á eitthvert "bæjarfyllerí" þar sem allur bærinn var samankominn að sumbli. Plötusnúður hússins spilaði lög eins og "Informer" og "unbeleivable" sem var nokkuð funny.. bjórinn kostaði 78kr

Tók svo lestina heim á sunnudagskvöldið og enn og aftur fylltist vagninn af lögreglumönnum. Í þetta skiptið var það vegabréfaeftirlit, og þeir lokuðu vagninn af. Við sátum í miðjum vagninum og vopnuðu vegabréfalöggurnar voru sitt hvoru megin við okkur og unnu sig upp að miðjunni.
Ég var bara með debetkort, ekkert vegabréf (sem ég hélt reyndar að ég þyrtfi ekki?) en akkúrat þegar þeir komu að okkur til þess að "taka mig í gegn" þá stoppaði lestin og þeir hlupu út!
..eins og atriði í lélegri bíómynd

Svo þegar ég gekk heim frá central station í Amsterdam stoppar einhver maður mig og fer að tala við mig. Hann sagðist vera pólítískur flóttamaður frá Írak sem hafði verið neitað um vist í Hollandi og sagði að það væri mórölsk skylda mín að koma honum úr landinu!
Ég sagðist eiga hjól en það væri lint í dekkinu þannig að ég gæti líklega ekki reitt hann.
Honum fannst ég ekkert sérlega fyndinn..

Annars hefði ég átt að benda honum á Mr. Malado sem er alltaf að henda auglýsingum í póstkassann minn. Hann getur lagað öll vandamál eins og sést hérna:


Laugadagur, 26 Februar, 2005: Tranceportation to Rotterdam - Athugarsemdir(5954)
Ég er búinn að gera tvo stutta lagabúta.. Vocoder trance! :D Hehehe..
Eitthvað verður maður að gera ef manni leiðist, og er án tölvuleikja á lappanum. Tók svona 1.5 klst að gera hvorn bútinn fyrir sig, og það er mun skemmtilegra að búa þetta til heldur en að hlusta á þetta! :) En samt ætla ég að henda þessum bútum upp hérna:

Vocotrans2.mp3: Þetta setti ég saman um miðnæturbil á sunnudegi fyrir ca. 2 vikum. Og allt sem ég segji/syng þarna er bara bull.. var eiginlega bara level check sem ég nennti ekki að skipta út.
Nokkrir hollenskir strákar grátbiðja mig á hverjum degi að klára þetta og einn sagðist hafa lúppað þetta á geisladisk og sett í bílinn sinn! :D - meira ruglið

Tranceparent.mp3: Þennan bút gerði ég í nótt.. hann hefur líka gert góða hluti hjá þeim sem ég hef sent hann á. Hérna eru nokkrar tilvitnanir:
"Oj mar... þetta er trance. Já mér líst vel á þig Gossi, þú ert trancemaster"
"þú ert Trance Guð !!!!!!!!"
"That's hot, man. Some real music for dancing with real sluts"

Þetta eru ekki mínar skoðanir, tek það fram.
Svo er ég í vandræðum með það hvað ég á að kalla mig í trance heiminum? Ég ætla að gera 1-2 trance hittara, sem ég held að ég geti alveg ef ég legg smá vinnu í þetta (er með mjööög cheesy hugmyndir í hausnum, sem enginn hefur heyrt!), en ég þarf að vera með gott nafn!
Hérna eru nokkrar hugmyndir:
Sir Price
DJames Bond
Thorture (blanda af Thor og Torture)
Tranceilvania

..endilega að kjósa í könnuninni!

Kebab saga vikunnar:
Já, ég verð víst að tala um kebab í hverri færslu.. annað hvort það eða dumpa upp fleiri 80's vídeoum (bráðum koma fleiri).
Var á kebabstað í miðbænum um daginn með strákunum. Ég fékk mér ekki neitt, útaf tveimur ástæðum:
1. Grænmetis kebab staður
2. Ég fer ekki að svíkja nýju "fjölskylduna"

Jæja, það var svona fertugur gaur sem keypti kebab og franskar, og stútfyllti kebabinn af stuffi úr salatbarnum. Síðan gengur hann útaf staðnum án þess að borga, og staðareigandinn kallar á eftir honum.
Þá snýr hann sér hægt við, leggur kebabinn og franskarnar ofan í ruslatunnu sem var fyrir utan staðinn, og gengur hægt inn með "sakleysissvip".

Svo borgar hann fyrir kebabinn og labbar út, með allt sitt í ruslinu!
Þetta var nokkuð snappy..
..meira snappy en róninn sem ég sá pissa í sig um daginn, en ég vil ekki tala um það! (það var ekki ég, áður en fólk fer að skjóta eitthvað)

Rotterdam:
Annars er ég á leiðinni á drum'n'bass kvöld í Rotterdam í kvöld.. það verður vonandi stuð.
Kryptic Minds, SPL & Limewax leika fyrir dansi..

Laugadagur, 19 Februar, 2005: Kebabarett - Athugarsemdir(35962)
Allt gott að frétta héðan frá Hollandi, fyrir utan einhverja ofstækisfulla múslima, berklafaraldur og óþekktan kynsjúkdóm sem herjar á samfélag samkynhneigðra í Rotterdam.
Sá í fréttunum að á næstunni þurfa allir innflytjendur að taka e-h svaka tungmála og menningarpróf, hyggjist þeir fá landvistarleyfi.
Og ég sem er að fara á fund hjá útlendingaeftirlitinu á þriðjudaginn! :O (læra! læra! læra!)

Um daginn var drum'n'bass kvöld á klúbb sem er í 5 mínútna göngufæri frá húsinu mínu. Ég fór með bekkjarfélaga sem er slagverksleikari "frá Kongó".. hann er Belgi og ég held að fjölskyldan hans (fyrrum nýlenduherrar) hafi flúið land til að forðast líkamsmeiðingar eða e-h þaðan af verra!
Byrjuðum á bjórdrykkju heima hjá mér og röltum svo yfir á klúbbinn.
Þegar við vorum hálfnaðir á leiðinni þá kemur einhver mesta rigning sem ég hef á ævinni upplifað og ekki bætti úr skák að þennan dag var mjög vindviðrasamt!
Á tveimur mínútum voru nærfötin orðin blaut, og mér svo kalt að mér leið eins og ég væri í íbúðinni minni.

Klúbburinn var samt frábær, góð tónlist, ódýr bjór (€2.8 fyrir duvel, €1.8 fyrir Heineken) og matur seldur á staðnum!
Ég hef aldrei áður farið á klúbb þar sem maður getur keypt sér grillaðar indónesískar kjúklingabringur með hnétusmjörssósu (ásamt nýbökuðu brauði), ávexti ofl. ofl.
Það voru m.a.s. stelpur gangandi um, dreifandi ókeypis snittum og frostpinnum! :D
..þetta var absúrd, en samt frábært!
Að selja mat inná skemmtistöðum sem örþrifaráð til þess missa ekki alla grasreykingamennina útaf staðnum þegar þeir fara að leita sér að munchies er kannski ekkert svo vitlaus viðskiptahugmynd.

Einnig er ég búinn að finna besta kebab staðinn í Hollandi, ef ekki evrópu. Hann er staðsettur rétt hjá skólanum og það er varla hægt að lýsa honum með orðum.
Hann er eiginlega betri en NAN-Kebab í Leuven!! (og þá er mikið sagt)
€3 fyrir kebab og €1 fyrir drykk.
..býst fastlega við því að verða fastagestur þarna.