Geðveikin heldur áfram í Hollandi. Vaxmyndasafn maddame tussaud með dj tiesto í búrinu, úfff!
Þetta er stórkostlegt fyrir ferðamannaiðnaðinn í landinu :O
..annars hef ég aldrei náð þessu vaxmyndasafns dæmi, hvað er málið?
Jæja.. einhver gæti sagt að það sé of langt síðan ég uppfærði þessa síðu mína, en ég er búinn að
vera svo upptekin við vinnuna mína að ég he ekki haft tíma til þess að sjá um þetta.
En það er búið að loka vinnustaðnum mínum og því ætti ég að hafa tíma til þess að uppfæra núna..
Það sem hefur gerst síðan ég lét heyra í mér síðast:
Alveg hellingur, en ég nenni ekki að rifja allt upp, reyni að segja frá þessu í stuttu máli. Er kominn með nýtt gsm númer: +316 2739 4677 - Er hættur að nota hið íslenska (og rándýra)
866-7479...
Fór til Belgíu að sjá Samma og Jagúar spila, og eftir tónleikana kom Sammi í örheimsókn til mín
hérna í Amsterdam. Það var kúl.
Sammi gisti á dýnu í stofunni hjá mér og áður en hann fór heim til Íslands fór hann til
kaupmannahafnar. Hann var ekki með neitt bókað flug og ákvað að taka bara lestina, sem var
kannski ekkert svo sniðugt þar sem að lestarferðin tók 12 klukkutíma og hann þurfti að vera mættur
uppá central station klukkan 7 um morguninn.
Ég ákvað að fylgja honum að lestarstöðinni og kveðja hann þar. Var ekki búinn að sofa mikið
þannig að ég ákvað að leggja mig bara á dýnunni í stofunni þegar ég kom heim.
Svo vakna ég stuttu síðar við eitthvað brask í eldhúsglugganum (sem ég hafði galopnað til þess að
fá ferskt loft) og þá rifjast það upp fyrir mér að það eru alltaf e-h helvítis dúfur hangandi á
gluggunum. Ég ætlaði alls ekki að láta e-h dúfu fljúga inní íbúðina og skíta allt útum allt.
Þetta gerðist ansi snöggt. Ég heyrði braskið og mér brá nokkuð við það því það var ansi hátt, og
þar sem ég sé fyrir mér skítuga dúfu inní eldhúsinu mínu þá stekk ég upp og hleyp inní eldhús á
nærbrókunum til þess að reka hana í burtu.
..þá sé ég tvo vinnumenn í stillasa horfa undrandi á mig! Þetta var frekar vandræðalegt en ég
lokaði glugganum og hélt áfram að sofa, úfff...
Nokkru seinna komu mamma, pabbi og Ragnhildur líka í heimsókn og voru í tæpa viku. Það var mjög
gaman og þau komu meira að segja með páskaegg! Gerðum nú alveg slatta en ég má nú ekki skrifa of
mikið hérna, þá nennir enginn að lesa þetta. (ef það er e-h sem nennir að lesa þetta fyrir?)
Svo gerðist það fyrir 1-2 mánuðum ég var vakinn um miðja nótt með einhverjum hrikalegum hávaða.
Ég veit ekkert hvað er í gangi, tek vekjaraklukkuna úr sambandi, slekk á símanum og er í tómu
rugli þangað til ég fatta að þetta sé dyrasíminn.
Tek upp tólið og heyri að þetta er þýski hollendingurinn sem býr á ganginum á móti mér. "I lost my fucking keys you have to let me in" segjir hann á auðmjúkan hátt.
Ég fer niður og opna fyrir honum en kemst þá að því að hann er ekki heldur með lykilinn að
íbúðinni sinni.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt manninn tala ensku en hann spurði mig hvort ég ætti
skrúfjárn, þar sem hann ætlaði að skrúfa handfangið af hurðinni til þess að komast inn.
Ég sagði honum að hann gæti líklega ekki skrúfað þetta af en rétti honum skrúfjárn engu að
síður.
Hann djöflast á þessu, en hittir skrúfjárninu aldrei í skrúfganginn því hann var svo drukkinn. Þá
spyr hann mig hvaðan ég sé, og ég segist vera frá Íslandi. "Then you must break it down for me" sagði hann næst. :)
Ég var e-h tregur til þess að brjóta upp hurðina hjá honum, þannig að hann sagði: "ok, ok, go
into your apartment now.. this is a mission I don´t want you to see"
Ég fer inní íbúðina mína og heyri síðan þvílíkar drunur þar sem hann reynir að brjótast inn til
sín. Hann djöflast á þessu í svona 20 mínútur án árangurs og svo lét hann sig hverfa.
Svo nokkru seinna þegar ég er að fara með e-h drasl uppí geymslu á háaloftinu þá sé ég þetta í
horninu fyrir ofan hurðina hjá honum:
Kris Kristoffersson, blade
Vorum að drekka bjór hérna fyrir nokkru, ég og nokkrir félagar úr skólanum. Þeir fóru að tala um
það hvað ég byggi í ótrúlega rólegu hverfi, aldrei heyrðist púkk og aldrei neitt vesen. Ég tók
undir það og sagði að þetta væri ansi notalegt hérna.
Nokkrum mínútum seinna heyrum við angistaróp útaf götunni; einhver blindfullur (eða þaðan af
verra) gaur stendur og öskrar í átt að húsinu á móti mínu.
Stuttu seinna koma tveir vafasamir menn út, einn hollenskur hlýrabols gangster (mjög asnalegur) og
hinn alveg eins og Kris Kristoffersson í kvimyndinni Blade.
Kris Kristoffersson hélt á 30cm löngum hníf, og hótaði "öskraranum" óspart.
Þetta leit ekkert sérlega vel út, sumir gestanna minna urðu lítillega skelkaðir og sögðu "oh fuck"
og þannig hluti í sífellu.. sem að Kris og félagar heyrðu, og litu upp til okkar.
Kris vinkaði okkur og faldi sveðjuna á bak við sig, og lagði hana svo ofan á dekk á nálægum
bíl.
Á endanum dröslaðist öskurapinn í burtu, án þess að blóði hefði verið slett, og Kris og félagar
héldu heim á leið.
..þarna sáu allir hvers vegna hverfið er svona hljóðlátt, það þorir enginn að hafa hávaða!
Svo var verkfall hjá öllum almenningssamgöngum um daginn, og engar ferjur til þess að taka mann
yfir risaánna Ij. Undirgöngunum fyrir bílaumferð var skipt uppí tvennt, þannig að vegfarendur
gætu gengið yfir.
Var svolítið spes
Beeckestijn festival:
Fór með skólanum um síðustu helgi á festival fyrir utan Haarlem. Við vorum að taka upp programmið
á einu sviði og sjá um hljóðið á öðru.
Mætti á svæðið klukkan 09:00, og við fengum "matar og drykkjarmiða" (ca. 10 bjórar á mann).
Það var mjög kúl, gaman að fikta í live hljóði og veðrið var mjög gott.
Ég var ekkert svakalega lengi að klára bjórkortið mitt en sem betur fer voru margir sem drukku
engan bjór, og nýtti ég mér það óspart.
Þegar ég var að taka upp síðustu hljómsveit kvöldsins, þá sat ég inní vörubíl með headphones og
talstöð.
Þegar bjórinn kláraðist þá þurfti ég bara að taka upp talstöðina og segja "I need more
beer" og þá kom e-h með bjór handa mér.
Festivalið endaði klukkan 22 og þá fóru allir úr skólanum heim, nema ég og tveir bekkjafélagar
mínir, Jaap og Ben. Þegar upptökunum lauk tók bjórinn við af alvöru.
Við tókum eftir því að yfirkennarinn og aðal tæknimaður skólans voru þeir einu sem höfðu fengið
boli frá festivalinu, við spurðumst fyrir hvort að við gætum fengið svona boli en var sagt að
skólinn hefði bara átt að fá tvo.
Þá sagðist ég vera yfirkennarinn og að Jaap vinur minn væri tæknimaðurinn, og við hefðum ekkert
fengið bolina okkar!
Konan með bolina sagði að sér þætti leitt að það hefðu orðið mistök, en það væru engir fleiri
bolir til því að einu tveir bolirnir væru fyrir e-h sjálfboðaliða sem væru búnir að vinna þarna
allan daginn.
Þá sagðist ég hafa komið beint frá Íslandi bara fyrir þessa hátíð, og hálfpartinn útaf bolunum og
til að gera langa sögu stutta þá fengum við tvo síðustu bolina.
Þar sem að við vorum í bolunum þá var okkur hleypt í eftirpartýið í starsmannatjaldinu þar sem
partýið hélst gangandi. Þetta var ekki fyrir fólk frá skólanum, heldur bara fyrir allt local
festival staffið.
Við áttum næstum því staðinn. Ben var kominn inní eldhúsið og fór að dreifa e-h djúpsteiktum
hollenskum pylsum á alla, auk þess að standa vörðinn á bjórkrananum. Ég fór hins vegar og tók
nokkrar vínflöskur og kitkat kassa og fór með á borðið okkar.
Ég hélt nú að þetta hefði allt verið ókeypis þarna inni, en þegar ég hugsa útí það núna þá er það
ekkert alltof líklegt :O
Seinna um kvöldið, þegar búið var að þrífa allt hátíðarsvæðið fóru allir útúr matartjaldinu og
uppá stærsta svið hátíðarinnar þar sem átti að taka hópmynd. Við stálumst með og stilltum okkur
upp fremst á myndinni, fyrir framan alla hina (ábyggilega 100 manns) með útréttar hendur!
:)
Frábær dagur og ég set hópmyndina á síðuna þegar ég finn hana!
Ég er ennþá lifandi.. Kofi Annan og sameinuðu þjóðirnar í hlekkjum, eða "catch 22". Margir vilja losna við Annan fyrir "meinta
spillingu" (eða eitthvað, erfitt að fylgjast með fréttum þegar beinar útsendingar eru frá leikþáttum úr Michael Jackson réttarhöldunum).
Vandamálið er að ef hann fer þá fá þeir Annan í staðin, og erum við þá e-h betur sett?
Allavega getum við stælt okkur yfir því að eiga núna einn sterkasta skákmann allra tíma. Ekki bara sterkir strákar og sætar stelpur á Íslandi lengur!
Þó að mér finnist allt þetta Bobby Fischer mál vera frekar asnalegt.. Ætli Íslendingar kaupi aðra heilsíðuauglýsingu í NYTimes til þess að lýsa því yfir að við vildum ekki
fá hann? Hvað myndi sú auglýsing annars kosta, hvert yrði the "Fischer Price"? (úff, þessi var verri en Kofi Annan)
Mc Nonni & Heiðar komu í heimsókn um miðjan mars mánuð og var margt brallað.
Ég var ekki búinn að láta smíða aukalykla að íbúðinni handa þeim og af einhverjum ástæðum fundum við aldrei tíma til þess (þó að það sé gert í "byko-verslun" ca. 200m frá
heimili mínu!)
Það kom þó ekki að sök þar sem við vorum alltaf samferða nema þegar ég fór í skólann.
Einn daginn er ég var í skólanum, og þeir tveir heima, þá kom pósturinn með páskaeggjasendingu frá Íslandi. Það var gott mál nema hvað að akkúrat þegar pósturinn kom þá
hafði Nonni skruppið útí búð til þess að kaupa brauð og læst Heiðar inni!
Hurðin að íbúðinni minni er nefnilega með skráargati báðum megin, engum svona lyklalausum opnara að innan.
Heiðar reyndi að útskýra fyrir póstkallinum að hann væri læstur inni og kæmist ekki niður til þess að sækja pakkann, en pósturinn kallaði bara á hann að drífa sig niður og
ná í hann "því þetta væri bara e-h gulur kassi".
Póstkallinn sagði honum m.a.s. að kíkja útum gluggan til þess að sjá hversu lítill pakkinn væri og hve auðvelt það væri að ná í hann.
En allt kom fyrir ekki og Heiðar sagðist ekki komast niður því hann væri læstur inni. Þá muldraði póstkallinn eitthvað að hann hefði ekkert tíma í þetta helvíti og fór á
brott.
Þetta var 19 mars og ég hef ekki ennþá fengið páskaeggið! Ég held að bílstjórabjáninn hafi stolið pakkanum eða e-h þaðan af verra!
Ég hringdi uppí hollensku póstþjónustuna til þess að spyrjast um pakkann en þar voru allir svo gamlir og með takmarkaða tölvukunnáttu að pakkinn fannst hvergi. Reyndar
leitaði starfsfólkið ekkert að honum því þeir sögðu að ég yrði að hafa sendingarnúmerið við hendina (og ég svo heppinn að pakkinn var sendur sem "bréf" og þ.a.l. ekki með
neitt íslenskt sendingarnúmer!)
Ég hringdi í fimm númer og reyndi að biðja fólkið um að fletta upp heimilisfanginu mínu, og athuga hvort e-h pakki væri skráður þangað.. en ég þurfti hollenska
sendingarnúmerið!!
Ég veit ekki af hverju ég er svona svakalega heppinn með samskipti mín við þessi hollensku ríkisfyrirtæki, símann og póstinn, en enginn virðist geta hjálpað manni hérna
:(
Svo var nokkuð asnalegt þegar við vorum að fara niðrí bæ eitt kvöldið. Við tókum með okkur bjór útað biðskýlinu sem við ætluðum að drekka á meðan við biðum eftir
sporvagninum, en sporvagninn kom á sama tíma og við þannig að við ætluðum að taka bjórinn inní sporvagninn og klára hann bara þegar við myndum stíga útúr honum. Eitthvað
var vagnstjórinn ósáttur við þetta fyrirkomulag og skipaði okkur að henda ölinu áður en við kæmum inní vagninn. Við reyndum nú ekki að þrasa mikið, sögðumst ætla að geyma
bjórinn en vagnstjórinn hefur líklega haldið að við værum orðnir drukknir.
Við stígum semsagt inní vagninn bjórlausir (vagnstjóranum til ómældrar ánægju) og settumst í verstu sætin. Mér leist ekkert á þau þannig að stóð upp til að finna betri
sæti, en um leið og ég stóð upp þá gaf vagnstjórinn allt í botn.. og ég flaug á hausinn og rann ca. 4 metra eftir ganginum! 3 manneskjur beggja megin við mig reyndu
að grípa mig á meðan ég datt, ég sá hendurnar þeirra fálma til mín í örvæntingu og mér leið eins og Luke Skywalker þegar hann var að fljúga í gegnum gljúfrið á
dauðastirninu og turnbyssurnar reyndu að skjóta á hann á afláts!
Svo rak ég hausinn í klefann sem vagnstjórinn situr í, og nam þar staðar. Ekki glæta að vagnstjórinn hafi haldið að við værum bara "léttir" eftir þetta. (Hvað sagði ég
"vagnstjórinn" eiginlega oft í þessari frásögn?)
Páskar án páskaeggs eru eins og fiskur án vatns Nei nei, páskaeggjaleysið var(og er) nú ekkert alveg að drepa mig, páskarnir voru mjög góðir þar sem
Bjössi "Jói" frændi kom í heimsókn. (þarna stendur hann með við fallegasta bíl í heimi)
Ég hef verið án bakaraofns hérna alla dvölina en var búinn að ákveða að kaupa mér e-h lítinn ofn svo við gætum nú eldað almennilega páskamáltíð.. Við fórum
fljótlega í nokkrar rafmagnstækjabúðir og litum á úrvalið. Fann í einum stað ágætis lítinn Tefal ofn á 12 þúsund kall og sagði við afgreiðslumanninn að ég ætlaði að kaupa
hann. Ég hafði hins vegar gleymt að fara í banka til þess að taka út reiðufé þannig að Bjössi borgaði með kreditkortinu sínu.
Svo gengum við útúr búðinni með ofninn og áttuðum okkur á því að sennilega hafi allt starfsfólkið haldið að við værum par! Tveir strákar að skoða bakaraofna saman,
annar velur svo ofninn og hinn borgar. Heh, þetta var funny.
Tilkoma ofnins opnaði nýjar víddir í "matargerð" fyrir mig og við keyptum frosnar pizzur í
matvörubúðinni til þess að prufa ofninn. Þó gleymdum við að athuga hvað væri á þessum pizzum því við enduðum á að slurka í okkur e-h mjög furðulegum pizzum með túnfisk &
rauðlauk! - úff
Á páskadag grilluðum við svo heilan kjúkling í ofninum og tókst hann nokkuð vel.. að því undanskildu
að hann var svartur þegar hann kom útúr ofninum. Við Tróðum honum nefnilega á svona stöng sem snérist
En ef maður skóf brennda skinnið af, þá var ysta lagið stökkt eins og beikon og innra "kjötlagið" ágætlega safaríkt.
Við átum hann allavega upp til agna og skoluðum niður með nokkrum köldum.
Hér er ein góð af okkur Bjössa með kjúklinginn:
Við stilltum okkur upp fyrir framan myndavélina og héldum í sitthvort lærið á kjúllanum, svo rifnaði ofbakaði kjúklingurinn í tvennt og sekúndu síðar tók myndavélin
þessa mynd.. Við steiktum hann í köku og því var mjög fyndið að sjá hann rifna í tvennt algjörlega óvart, þess vegna erum við að hlægja.
Svo endurtók bjór-sporvagnasagan sig næstum því hjá okkur Bjössa. Við fórum s.s. útá biðstöðina og vagninn var að koma. Við slurkuðum í okkur bjórnum og sporvagninn
hægjir á sér, þá ætluðum við að henda tómum flöskunum í ruslið við biðskýlið þegar sporvagninn gefur allt í botn á ný og rennur í burtu!
Við vissum ekki hvað málið var, hvort hann hafi séð mig og ekki viljað fá mig aftur inní vagninn eða þá að hann hafi haldið að við værum "hættir við" að ganga í vagninn þar
sem við gengum að ruslinu.
Ég veit ekki, en allavega var annar gaur sem var að bíða eftir sporvagninum ekki mjög sáttur við þetta.
Svo dó 200GB firewire harði diskurinn minn í fyrradag, ég held að ég eigi nú backup af flestu sem máli skiptir en svona lagað er alltaf óþolandi. Tek við ölmusu, án þess
að blikka.
Svo er ég að fara að sjá Antibalas í kvöld! Sweeeeet!