|
|
20.6.2004: Innlit / Útskrift -
Athugarsemdir(2)
|
Jahá, ég fór í útskriftarveislu til Höllu Bjargar frænku minnar í gær. Hún ásamt Kötu frænku minni var að útskrifast sem viðskiptafræðingur (guð veit að það er ekki til nóg af þeim!). Þetta var hugljúf veisla, rautt og hvítt, snittur og EM í sjónvarpinu. Seinna um kvöldið var dregnar fram fleiri veigar, sem að skiluðu því veigamikla hlutverki að gera mig óökuhæfan. Svo var einhver frændi hennar Höllu sem að leit út alveg eins og Dr.Phil, nema hvað að mottuna vantaði (af hverju var ég ekki með myndavélina?!?). Um miðnæturbil var stefnan tekin á miðbæ Reykjavíkur. Þar var undarlegt að vera..
En seinna er vel var liðið á nóttina ákvað ég að fá mér eitthvað suddalega gott að borða, og ætli bitabíllinn hafi ekki orðið fyrir valinu! (Það er sleazeburger staður, á hjólum) Jæja, það var eini matsölustaðurinn innan 75 metra radíuss sem að var án biðraðar þannig að ég skellti mér á hann. Sagði reyndar við afgreiðsludömuna eitthvað sem að maður á aldrei að segja við afgreiðsludömu á sleazeburger-in-a-truck stað: Ég ætla bara að fá eitthvað sem að er tilbúið.. Og sjombongos, ætli hún hafi ekki rétt mér eitt stykki ostborgaratilboð, með frönskum og kóki. Ég settist á bekk í nágrenninu og lagði frönskupokann við hliðina hjá mér.. Fékk mér einn sopa af kókinu (sem að var eitthvað gone wrong..) og ætlaði að leggja það við hliðina á frönskunum en eitthvað var undirlagið hruflótt þannig að kókdósin valt og baðaði franskarnar í sykri og koldíoxíði. Þá hugsaði ég með mér "á ég að borða franskarnar?", en ákvað á endanum að slurka borgaranum í mig og henda hinu.
..borgarinn fær 8.5
|
|
18.6.2004: Athugasemd móttekin -
Athugarsemdir(1658)
|
Já.. Þá er ég búinn að setja upp fábrotið athugasemdakerfi hérna á síðuna. Hversu ömurlegt er það að hrósa fréttakerfinu á þeim forsendum að ekkert sé athugasemdakerfið, og næsta dag er það komið upp?
..álíka ömurlegt og mötuneytið í vinnunni
|
|
17.6.2004: No comment -
Athugarsemdir(1330)
|
Hmm.. það er snilld að hafa svona vanþróað fréttakerfi. Hér er ekki hægt að gera athugasemdir við neinar færslur, nema þá með tölvupósti. Það er mjög gott útaf tveimur ástæðum:
1. Þá sést ekki hversu fáir lesa þetta, því að ekki sést "enginn hefur gert athugasemd", og/eða að það sæjist að allar athugasemdir kæmu frá mér.
2. Þegar að það vantar möguleikann á því að gera athugasemdir, þá get ég blekkt fólk með því að láta það halda að þetta sé í rauninni ekki blogg, því að ég hef opinbera óbeit á b-l-o-g-g-i.. (eða segist gera það, alveg eins og að ég horfi aldrei á Bold and the Beautiful!)
..annars er ég gáttaður á heiðskírum 17.júní himni, á ekki alltaf að rigna? Verst er að nú er ég orðinn of gamall til þess að það sé kúl að fara niðrí bæ og kaupa mér nammi og gasblöðru.
|
|