|
|
4.8.2004: Mark my words -
Athugarsemdir(1756)
|
Svo var það Mark Hughes, stofnandi heilsu- og megrunarkúranna er nefnast Herbalife. Hann dó nú hér um árið, víst af of stórum skammti einhverskonar lyfja. Ég gef mér það að þetta hafi verið Herbalife megrunarlyf (þó svo að ég sé ábyggilega að fara með fleipur!)
..ef að ég hefði unnið við markaðssetningu Herbalife, þá hefði ég fundið út að megrunarkúrinn væri banvænn!
það segir sig sjálft.. tölvupóstfangið til þess að panta megrunarpillur var Die@herbalife.com
(..stundum er ég of fyndinn)
|
|
4.8.2004: Ryksog -
Athugarsemdir(5619)
|
úff.. tók mér vikufrí úr vinnunni til þess að taka herbergið mitt í gegn og tæma það fyrir Amsterdam ferðina. Ég held að ég þurfi aðra viku í þetta.. nema svo ólíklega vilji til að ég taki mig til og byrji loksins á þessu!
hmm.. einn lélegur í lokin: Af hverju hafa engar geimverur komið til jarðarinnar ennþá??
Því þær eru ekkert alltof spenntar yfir því að fara í sína eigin jarðarför!
Ahahahahhah!
|
|
1.8.2004: Pípandi Steypa -
Athugarsemdir(1982)
|
Ætli ég komi mér ekki bara beint að málinu, ég fór á peepshow í gær! Þannig var mál með vexti að við félagarnir vorum á skralli í bænum og að rölta laugaveginn er við sjáum blikkandi neon skiltið hans Geira á frakkastígnum. Einhvernegin fannst okkur við þurfa að athuga þetta, allavega sjá inná staðinn. Þarna inni var þetta mjög fyndið, ekkert nema gúmmígöndlar og tveir unglingar að afgreiða, stúlka og drengur. Stúlkan leit nú út fyrir að hafa sótt um starf sem dansari en vantaði smá uppá til þess að hreppa það, silicon bjargar ekki öllum. Ég gerðist svo sniðugur að gefa Gústa-verðandi-lögfræðingi Peep show fyrir þúsund krónur, og var búinn að borga þegar að hann afþakkaði hraustlega..
..ég ætlaði nú ekkert að láta þennan pening fara til spillis, þannig að ég ákvað að "nota peninginn"! Þá leiddi afgreiðsludaman mig inní lítinn klefa, sem leit út eins og gamall spilakassi (nema hvað að það var klósettpappírsrúlla þarna!). Og hún fór og dældi hundrað köllum í kassann og sagði mér svo að fyrir hvern hundrað kall sem að ég setti í viðbót fengi ég 20 sekúndur. Reyndar var enginn að "dansa" eða neitt í fyrstu mínútuna, klefinn var tómur. Ég heyrði afgreiðslustelpuna kalla "það vantar dansara í klefann!!".. í þann mund stökk dansarinn inn.
Þetta fannst mér vera svolítið lame.. en samt er ábyggilega sniðugra að dæla ellilífeyrinum í svona spilakassa heldur en sjoppukassana
Annars eru heimsmálin næst á dagskrá hjá mér..
Og þá er ég að tala um vanþakklætið í palestínumönnum. Núna eru þeir fúlir útí Yasser Arafat fyrir að hafa leyft sölu á sementi til ísraelskra verktaka sem að byggja aðskilnaðarmúrinn. En í rauninni eru þeir að græða á þessu!
..Arafat hefur gert hinn fátæka, almenna borgara Palestínu múraðann!
(baramm bamm!)
|
|