|
|
Sunnudagur, 18 Mars, 2007: Ég gleymdi passwordinu inná bloggið mitt :S -
Athugarsemdir(132999)
|
Já það er langt síðan ég hef uppfært þessa síðu.. Ætla mér ekki að láta heilt
ár líða á milli færslna. Ef ég uppfæri bara einu sinni á ári gæti ég alveg eins
kallað þetta annál? Og ekki er ég annálaður bloggari!
Hey, þetta var svaka aulabrandari.. ófyndinn og allt. kannski spurning um að
hafa þetta bara eina stóra aulabrandarafærslu? Bið lesendur héreftir
vinsamlegast um að ímynda sér trommuslátt eftir lesningu hverrar línu, svona
"baramm bamm tsss" (vona að það hjálpi til)
Ætli svona týpógrafía myndi kallast Tae Bo graphy?

..þessi var "tæpur"!!
Eru hommar ekki alltaf í essinu sínu?
Jæja úff ég fæ verk af þessu.. eða svona næstum því. Ég er að velta því fyrir
mér hvort ég ætti að fara útí business. Ég er nefnilega með nokkrar vörur sem
eiga pottþétt eftir að verða hittarar!
Ein varan er brjóstahaldari þar sem
skálarnar eru mótaðar eftir höfði kóbraslöngu.. (Ég reyndi að finna góða mynd
af Kóbraslöngu í gegnum google en eina sem ég fann var einhver indversk
plastslanga sem var mjög gervileg, þannig að ég ákvað að nota gervi/alvöru sem
"hook" í auglýsinguna.)
Eitt er allavega víst, að "The CoBra" á eftir að seljast á fullu..
..en ekki jafn vel og
beltissylgjan sem ég ætla að markaðssetja. Hef nefnilega tekið eftir því að
beltissylgjur þykja ekki beint kúl í dag. Ég tel helstu ástæðu lítillar
notkunar beltissylgna í dag vera þá að beltissylgjur bæta engri virkni við
venjuleg elti. Þá dettur mér í hug að búa til beltissylgju með innbyggðri
klukku!
..og marketing sloganið væri "Waiste of time" !!
 (ég sé peningana
streyma inn nú þegar!)
Margir myndu telja að á einni mannsævi væri nóg að kynna fyrir heiminum tvær
stórkostlegar vörur en ég luma á einni í viðbót. Sú seinasta er kannski ívið
umdeildari hinar tvær.
Reyndar held ég að þessi sé það umdeild að ég þori ekki að setja hana á markað
og ég hef hana "blurraða" þar til músarbendlinum er rennt yfir hana.
Þetta er semsagt glasamotta með þrívíðri hologram mynd á. Ég yrði ríkasti
maður Írans ef ég myndi selja þetta þar en leyniþjónusta Ísraels myndi líklega
láta mig hverfa ef ég léti af þessu verða.
Jæja úff þetta var nú hræðileg færsla og var hún skrifuð undir nýju dulnefni
mínu: "Terry Paul"
|
|
Fimmtudagur, 27 April, 2006: Queen is on fire -
Athugarsemdir(2883)
|
úff.. eldviðvörunarkerfið í húsinu fór í gang um daginn. Þetta hús var upprunalega hótel og því er eldviðvörunarkerfið sameiginlegt fyrir allar íbúðirnar og er u.þ.b. 100x háværara en venjulegir heimilisreykskynjarar.
Allavega, þetta fór í gang um daginn klukkan 5 um morguninn og mér brá svo geðsjúklega mikið að ég stökk útúr rúminu og vissi ekkert hvað var í gangi (og ekki hjálpaði til að ég hafði fengið mér nokkra öllara daginn áður með skólafélugunum). Ég reyndi slökkva á símanum mínum og tók vekjaraklukkuna úr sambandi en ekkert virkaði.
það tók ábyggilega svona 5-7 sekúndur að fatta hvað var í gangi en mér leið eins og þetta hefði tekið 10 mínútur, hávaðinn var að æra mig. Svo loks slökknaði á kerfinu og ég heyrði í nágranna frammi á gangi biðjast afsökunar á þessu.
Það tók mig 30 mínútur að sofna aftur, hjartað mitt hljómaði eins og dísilvél í lausagangi. (Þetta var svipað og þegar bévítans múrararnir vöktu mig í gömlu íbúðinni, ég veit ekki af hverju fólk er *sífellt* að vekja mig á svona hrikalegan hátt)
Versta var að ég átti að vinna uppí skóla klukkan 10 en ég tók vekjaraklukkuna úr sambandi í öllum æsingnum og svaf því yfir mig!
Ég vaknaði samt af sjálfsdáðum af einhverjum ástæðum og mætti aðeins 30 mínútum of seint..
Svo á morgun, föstudaginn 28 apríl er Queensnight sem er eitt stærsta partý ársins hérna í amsterdam, svona eins og menningarnótt í reykjavík nema hvað að sautjándi júní er daginn eftir.
Snilld..
|
|
Föstudagur, 14 April, 2006: hmmm... -
Athugarsemdir(1483)
|
ótrúlegt fólk sem býr í þessari borg.
Hjálpaði George að halda á þvottavélinni úr gömlu íbúðinni minni niður á götu í gær. Hún var orðin gömul og ónýt (mótorinn drapst viku áður en ég flutti út) og svo var George búinn að festa gólfteppi á hliðina á henni með nöglum og skrúfum (Ekki spyrja af hverju).
Hún var 200Kg, ónýt og ljót (naglarnir og skrúfurnar hjálpuðu til)
..10 mínútum eftir að hún var komin útá götu var einhver búinn að taka hana
|
|