solla.is

Valmynd

Heim
Fréttir
Um Sollu
Tóndæmi
Myndir
Tenglar
Gestabók
 

Þjónusta

Brúðkaup
Önnur tækifæri
Lagalistar
 

Á döfinni

24.10.2005:
Melodia væntanleg í nóvember:
Nú höfum við lokið upptökum á fyrstu sólóplötunni minni sem hefur hlotið nafnið melodia og er væntanleg í hljómplötuverslanir í nóvember. Það var Samúel Jón Samúelsson (Sammi í Jagúar) sem stjórnaði upptökum og annaðist útsetningar á plötunni, en þess má geta að hann er bróðir minn og er þetta í fyrsta skipti sem við systkinin vinnum saman að tónlist. Fyrsta lagið sem fer í spilun í útvarpi er lagið Draumur eftir Samúel Jón Samúelsson við texta Samúels og Kjartans Þorbjörnssonar. Platan var hljóðrituð í Geimsteini í Keflavík af Guðmundi Kristni Jónssyni (Kidda í Hjálmum) og í Gróðurhúsi Valgeirs Sigurðssonar. Á plötunni eru 12 lög, m.a. eftir Burt Bacharach, Henry Mancini, Ennio Morricone, John Barry og Samúel Jón Samúelsson. Hljóðfæraleikarar eru: Ómar Guðjónsson (Jagúar) á gítar, Jóhann Hjörleifsson (Jagúar og Sálin) á trommur, Petter Winnberg (Hjálmar) á raf- og kontrabassa, Mikael Svensson (Hjálmar) á hljómborð og Kjartan Hákonarsson (Jagúar) á flügelhorn. Einnig kemur strengjasveitin Reykjavik Session Quartet mikið við sögu. Sérstakur gestasöngvari á plötunni er Páll Óskar Hjálmtýsson. Platan er í rólegri kantinum og er tilvalið að hlusta á hana í skammdeginu við kertaljós og slaka svolítið á í amstri dagsins. Það er SJSMUSIC sem gefur plötuna út og 12 Tónar sjá um dreifingu.

13.10.2005:
Upptökur:
Jæja, það er nú orðið ansi langt síðan ég skrifaði hér inn síðast. Það er naumast að tíminn flýgur áfram. Vinna við plötuna mína stendur sem hæst þessa dagana. Búið að taka upp nánast allan hljóðfæraleik og söngurinn verður tekinn upp á morgun. Í dag var myndataka fyrir umslagið og hún gekk bara mjög vel. Held þetta eigi eftir að koma vel út þó ég segi sjálf frá :o) Stefnt er að því að platan líti dagsins ljós fyrri hluta nóvembermánaðar en 12 Tónar munu dreifa henni í sölu hérlendis. Annars ætti ég nú að fara að koma mér í háttinn fyrir stórverkefni morgundagins. Læt heyra í mér fljótlega. Kveðja, Solla

16.8.2005:
Verkefni haustsins:
Nú er heldur betur farið að síga á seinni hluta þessa sumars. Það er ekki hægt að segja að veðurguðirnir séu okkur hliðhollir hérna á höfuðborgarsvæðinu í dag, enda grenjandi rigning og rok. En við látum það ekkert á okkur fá. Nú er bara að bretta upp ermarnar og taka á honum stóra sínum fyrir verkefni haustins sem verður útgáfa á fyrstu sólóplötunni minni. Hún verður gerð í samstarfi við bróður minn Samúel Jón Samúelsson sem mun sjá um allar útsetningar og stjórna upptökum. Lögin á plötuna höfum við valið í sameiningu úr aragrúa fallegra laga og stemmningin verður á ljúfum nótum. Undirbúningur er kominn vel á veg og er stefnt á að platan komi út fyrir jólin. Læt ykkur vita þegar málin skýrast frekar. Kveðja, Solla.

Meira...

 

Velkomin á heimasíðu
Sólveigar Samúelsdóttur
söngkonu !

Dægurlög – Klassík – Uppáhaldslögin ykkar

Solla tekur að sér söng við ýmis hátíðleg tækifæri. Hér á síðunni er hægt að nálgast upplýsingar um Sollu og þjónustu hennar, hlusta á tóndæmi, fá fréttir af viðburðum og fleira.

Endilega skrifið í gestabókina og ekki hika við að hafa samband ef frekari upplýsinga er óskað.


( Ath! Síðan er í vinnslu. )

Sólveig Samúelsdóttir söngkona · Sími: 695-3280 · solla@solla.is · söngur við öll tækifæri